Leikskólar Hafnarfjarðar starfa efti nýjum næringarsáttmála og elda eftir samræmdum matseðlum. Vinnan við samræmda matseðla byggir á mikilli greiningarvinnu, næringarútreikningum, samstarfi og samtali viðeigandi aðila ásamt mati nemenda og starfsmanna.
Hafnarfjarðarbær lítur á það sem eitt af hlutverkum sínum að tryggja heilsusamlega næringu í sínum skólum. Þetta breytta fyrirkomulag stuðlar ekki eingöngu að hollu mataræði og heilbrigðum matarvenjum heldur auðveldar fyrirkomulagið líka skipulag og hjálpar til við að draga úr matarsóun og þar með verndun á umhverfinu, eins og fram kemur í sáttmálanum sjálfum.