news

Blár dagur á mánudaginn

05 Nóv 2021

Hæ hæ
Minni á bláan dag á mánudaginn, en þá er baráttudagur gegn einelti. Við hvetjum alla til að klæðast bláum fatnaði og/eða með bláa fygihluti. Bangsinn okkar Blær verður í stóru hlutverki þennan dag eins og flesta daga en hann er Vináttubangsi Barnaheill og er að læra með okkur um vináttu, að leggja ekki í einelti, hvað við getum gert ef við sjáum einhvern koma illa fram við aðra og fleira.