Foreldraráð Tjarnaráss 2022-2023

Arnþrúður Þórarinsdóttir arnthrudurth@gmail.com

Eygló Anna Magnúsdóttir eyglo_anna@hotmail.com

Valgerður María Sigurðardóttir vala.maria81@gmail.com

Vilhelm Már Bjarnason vilhelmmar@gmail.com

Starfsreglur foreldraráðs leikskólans Tjarnaráss

1. gr. Starfsgrundvöllur og hlutverk

Foreldraráð starfar á grundvelli 11. gr. laga nr. 90/2008, um leikskóla.

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskólans Tjarnaráss og Fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar um skólanámskrá, skóladagatal og aðrar áætlanir sem varða starfsemi Tjarnaráss. Þá ber foreldraráði að kynna starfsemi sína fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.

2. gr. Skipan

Í foreldraráði skulu sitja að lágmarki þrír foreldrar. Kosning í foreldraráð skal fara fram á aðalfundi Foreldrafélags leikskólans Tjarnaráss, sem haldinn er í september ár hvert. Fulltrúar úr hópi foreldra skulu kosnir til eins árs í senn. Leitast skal við að foreldrar barna af mismunandi deildum leikskólans veljist til starfa í foreldraráð.

3. gr. Verkefni

Foreldraráð skal vinna, í samstarfi við leikskólastjóra, að skólanámskrá, skóladagatali og öðrum áætlunum sem tengjast starfi leikskólans og hagsmunum barnanna.

Foreldraráð skal fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana á vegum leikskólans. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar er varða starfsemi leikskólans áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin

Með umsögnum sínum og athugasemdum getur foreldraráð sett fram tillögur um breytingar á starfsemi og stefnu leikskólans og óskað eftir því að þær verði teknar til umfjöllunar.

Foreldraráð skal vera tengiliður milli foreldra og leikskóla. Hafi foreldrar athugasemdir við starfsemi leikskólans skal foreldraráð kynna þær athugasemdir fyrir leikskólastjóra eða eftir atvikum Fræðsluráði Hafnarfjarðarbæjar.

Sameiginlegir fundir foreldraráðs og leikskólastjóra skulu haldnir a.m.k. tvisvar sinnum hvert starfsár. Á slíkum fundum veitir leikskólastjóri upplýsingar um starfsemi og skólahald leikskólans sem og kynnir breytingar og þróun á starfsemi leikskólans. Þá skal leikskólastjóri einnig taka við umsögnum og athugasemdum frá foreldraráði.

4. gr. Starfsemi

Birta skal nöfn fulltrúa í foreldraráði á heimasíðu leikskólans ásamt netföngum þeirra.

Foreldraráð skal setja sér starfsreglur. Starfsreglurnar skulu birtar á heimasíðu leikskólans.

Foreldraráð fundar eftir þörfum, þó lágmark tvisvar sinnum á hverju starfsári.

Umsagnir foreldraráðs skulu vera skriflegar og birtar á heimasíðu leikskólans.

Foreldraráð skal á fundum sínum rita fundargerð og skal hún birt á heimasíðu leikskólans.

Foreldraráð skiptir með sér verkum, eftir þörfum.

4. gr. Trúnaðarskylda

Fulltrúar í foreldraráði skulu gæta þagmælsku og trúnaðarskyldu fái þeir í starfi sínu upplýsingar um viðkvæm persónuleg málefni barna eða starfsfólks leikskólans. Trúnaðarskylda þessi helst eftir að fulltrúi lætur af störfum í foreldraráði.

Hafnarfirði, 16. desember 2009