Velkomin í Ljósheima

Í Ljósheimum eru 15 börn fædd 2019-2020

Deildarstjóri: Hanna Rósa Sæmundsdóttir

Kennarar: Gosia, Halimeh, Hildur, Dísa og Sandra.

Á mánudögum og fimmtudögum er hópastarf í Ljósheimum.

Á miðvikudögum hafa Ljósheimar salinn. Sandra íþróttakennari sér um skipulagðar hreyfistundir þar sem börnin fara í allskonar hreyfileiki og gera skemmtilegar æfingar.

Á föstudögum er sameiginleg söngstund í salnum þar sem öll börnin á leikskólanum hittast og syngja saman. Deildarnar skiptast á að sjá um söngstund. Í söngstund er sungið fyrir afmælisbörn vikunnar og lesin upp póstkort sem borist hafa í leikskólann.

Fyrsta föstudag í mánuði er opin dagur í Tjarnarási. Þá er opið á milli deilda á milli klukkan 10 og 11 og börnin mega flakka á milli eins og þau vilja.


Dagskipulag Ljósheima má sjá hér:
dagskipulag ljósheima 2021.pdfdagskipulag ljósheima 2021.pdf

----------------------------------------------------------------------------------------------------------Hér fyrir neðan eru fréttir af starfinu á deildinni