Hvíldin er afar mikilvæg í leikskóla og undirstaða þess að barninu líði vel allan daginn. Eftir hádegisverð er hvíldartími, yngri börnin hlusta á rólega tónlist og sofa en eldri börnin eiga kyrrláta stund og hlusta á sögur og ævintýri. Lögð er áhersla á að skapa rólegt og þægilegt andrúmsloft í hvíldinni.
Elstu börnin í leikskólanum fara í hópavinnu eftir hádegisverð.