Nauðsynlegt er að merkja allan fatnað barnanna vel.

Hvert barn á box í fatahólfinu sínu þar sem eru geymd aukaföt: Nærföt, sokkar/sokkabuxur, peysa og buxur. Að auki þurfa börnin að hafa með sér viðeigandi hlífðarfatnað. Gott er að foreldrar taki upp úr töskunni þau föt sem þau vilja að börnin noti þann daginn og setji í hólfið og taki svo töskuna með heim. Þetta flýtir fyrir að klæða börnin út ásamt því að börnin eiga auðveldara með að klæða sig sjálf.

Daglega á að yfirfara hólf barnsins. Blaut og óhrein föt skal taka heim. Á föstudögum er mikilvægt að taka allt sem tilheyrir barninu með heim. Pollagalla og annan hlífðarfatnað á að taka heim og þvo eftir þörfum.

Börnin ganga sjálf um hólfin sín og er það liður í að kenna þeim að hjálpa sér sjálfum.

Leikskólinn er vinnustaður barnanna og þess vegna þurfa börnin að koma í leikskólann í þægilegum vinnufatnaði sem þolir hnjask og má óhreinkast. Klæðnaðurinn þarf að vera í samræmi við veðurfar og hafa ber í huga að veður getur breyst snögglega.