Leikskólinn Tjarnarás er 4 deilda leikskóli sem rekinn er af Hafnarfjarðarbæ. Hann stendur við Kríuás 2 í Hafnarfirði. Tjarnarás er 655m2, leikrými er 275m2 Hann tók formlega til starfa 4. september 2001. Deildirnar eru 4 og heita, Kærleiksheimar,Glaðheimar, Ljósheimar og Stjörnuheimar.

Leikskólinn starfar samkvæmt Aðalnámsskrá fyrir leikskóla frá árinu 2011 og skólastefnu Hafnarfjarðar sem gefin var út árið 2009

https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/forsidumyndir/lokadrog-leiksk_vefur.pdf

https://www.hafnarfjordur.is/media/fraedsluthjonusta/SkolastefnaHf2009utgafa.pdf

skolanamskra.pdf

Uppeldissýn Tjarnaráss er sú að leikskólabörn séu opin fyrir námi, virk og forvitin. Að virkni og áhugi séu grundvöllur fyrir námi, að leikskólabörn læri í gegnum leik og að barni sem líður vel á auðveldara með að tileinka sér nám. Frjálsi leikurinn fær tíma og rými í leikskólastarfinu og lögð er áhersla á leikinn sem náms og þroskaleið leikskólabarna. Í Tjarnarási eru stunduð lýðræðisleg vinnubrögð. Mikil áhersla er lögð á samvinnu, að börnin læri að taka ákvarðanir, að semja um valkosti og að taka sameiginlegar ákvarðanir. Kennarar styðja við námið og eru leiðbeinandi og hvetjandi. Lögð er áhersla á þátttöku barnanna, frumkvæði og sköpun og boðið upp á fjölbreytt verkefni sem ýta undir sjálfstæði þeirra og virkni þannig að þau eigi sem besta möguleika á að tengja námið við fyrri reynslu sína og byggja við þá þekkingu sem þau hafa þegar öðlast. Verkefnin sem lögð eru fyrir börnin eru krefjandi, áhugaverð og fjölbreytt sem jafnframt samræmast aldri og þroska hvers einstaka barns.

Í Tjarnarási er lögð áhersla á fjórar meginstoðir sem eru:

Fjölmenning;Umburðarlyndi, víðsýni og samkennd eru undirstöðuatriði fjölmenningarstarfs. Börnin læra að hugsa jákvætt til fólks í öðrum löndum og virða mismunandi menningarheima. Mikilvægt er að þau skynji að við erum öll íbúar jarðarinnar og eigum að bera virðingu hvert fyrir öðru. Lögð er áhersla á umburðarlyndi og samkennd.

Dygðir; Lögð er rækt við eina dygð í tvo til fjóra mánuði í senn s.s. vináttu, umhyggju og þolinmæði. Rætt er um hvernig manneskjur verða góðar og hvernig þekkja megi muninn á réttu eða röngu. Söngvar, sögur, myndlist, leikir og ýmis verkefni tengjast hverri dygð. Börnin eru hvött til sjálfstæðrar hugsunar auk þess er horft til mannlegra eiginleika sem flestir ættu að geta verið sammála um að skipti máli fyrir gott líf og gott samfélag. Söngvar, sögur, myndlist, leikir og ýmis verkefni tengjast hverri dygð.

Þjónusta við mannkynið; Unnið er að endurvinnslu eftir bestu getu, fernur eru skolaðar og unnið með verðlaust efni við sköpun og leik.

Að gera sitt besta; Markmiðið er að allt starfsfólkið og börnin leggi sig fram við að gera allt sem það tekur sér fyrir hendur eins vel og hægt er.