Leikskólinn Tjarnarás er 4 deilda leikskóli sem rekinn er af Hafnarfjarðarbæ. Hann stendur við Kríuás 2 í Hafnarfirði. Tjarnarás er 655m2, leikrými er 275m2 Hann tók formlega til starfa 4. september 2001. Deildirnar eru 4 og heita, Kærleiksheimar,Glaðheimar, Ljósheimar og Stjörnuheimar.

Leikskólinn starfar samkvæmt Aðalnámsskrá fyrir leikskóla frá árinu 2011 og skólastefnu Hafnarfjarðar sem gefin var út árið 2009

https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/forsidumyndir/lokadrog-leiksk_vefur.pdf

https://www.hafnarfjordur.is/media/fraedsluthjonusta/SkolastefnaHf2009utgafa.pdf

Barnið sjálft er í brennidepli í leikskólastarfinu og lögð er áhersla á að hvert barn sé einstakt og ber að virða þarfir og sérstöðu hvers og eins óháð getu þess, reynslu og þroska. Litið er á leikinn sem helstu námsleið barna og í gegnum hann efla þau alla þroskaþættina.

Í Tjarnarási er lögð áhersla á fjórar meginstoðir sem eru:

Fjölmenning

Dygðir

Þjónusta við mannkynið

gera sitt besta

Börnin fá fræðslu varðandi önnur lönd og kynna þau lönd sem eiga þjóðhátíðardag hverju sinni. Þau læra að hugsa jákvætt til fólks í öðrum löndum og virða mismunandi menningarheima. Mikilvægt er að þau skynji að við erum öll íbúar jarðarinnar og eigum að bera virðingu hvert fyrir öðru. Lögð er áhersla á umburðarlyndi og samkennd.

Dygðir

Lögð er rækt við eina dygð í tvo til fjóra mánuði í senn s.s. vináttu, umhyggju og þolinmæði. Rætt er um hvernig manneskjur verða góðar og hvernig þekkja megi muninn á réttu eða röngu. Söngvar, sögur, myndlist, leikir og ýmis verkefni tengjast hverri dygð.

Þjónusta við mannkynið

Áhersla er lögð á m.a að fara sparlega með pappír og að kunna að njóta fegurðarinnar í náttúrunni.

Að gera sitt besta

Markmiðið er að allt starfsfólkið og börnin leggi sig fram við að gera allt sem það tekur sér fyrir hendur eins vel og hægt er.

Í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna stendur:

"Menntun skal beina í þá átt að þroska persónuleika einstaklinga og innræta þeim virðingu fyrir mannréttindum og mannhelgi.

Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúflokka."