news

​Dagur leikskólans 06. febrúar 2020

06 Feb 2020

Félag leikskólakennara, menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli, standa fyrir „degi leikskólans“ þann 6. febrúar, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Markmiðið með deginum er að vekja athygli á þýðingu leikskóla fyrir börn og skapa jákvæða ímynd leikskólakennslu. Deginum er einnig ætlað að vekja athygli á stöðu leikskólans, gildi hans fyrir þjóðarauð og alla menningu.

Við í Tjarnarási hvetjum foreldra til að fylgjast með fjölbreyttu starfi barnanna á fjölskyldusíðunni og með því að skoða verk barnanna á deildum og í fataklefum. Þessi vika hefur verið helguð tannheilsu með tilheyrandi umræðum og verkefnavinnu. Á morgun er dagur stærðfræðinnar og þá verður unnið með stærðfræði á fjölbreyttan hátt í stöðvavinnu.