news

Þorrinn

27 Jan 2020

Í tilefni þess að Þorrinn er genginn í garð fengu börn og starfsfólk að bragða á ýmsum þorra-réttum í samveru, svo sem hangikjöti, harðfiski, hrútspungum, hákarli og sviðasultu. Þetta lagðist misvel í börnin, sum borðuðu allar sortir með bestu lyst, en önnur voru ekki eins hrifin og héldu sig við það sem þau þekktu, eins og harðfiskinn.

Magga víkingur sýndi börnunum vopn og áhöld og háði bardaga við aðra kennara úr leikskólanum sem hún að sjálfsögðu vann með yfirburðum.