news

Tannnverndarvika

07 Feb 2020

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku 3.-7. febrúar 2020 með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni. Í Tjarnarási hafa allir svo sannarlega að tekið þátt. Þar höfum við verið að fræðast um ýmislegt er varðar tannheilsu. Karíus og Baktus eru þó í aðalhlutverki, enda þeir sem vekja mestan áhuga barnannna. Þau hafa verið að fræðast um hvað sé hollt og hvað sé óhollt og eru eiginlega alveg með það á hreinu hvað þeim kumpánum Karíusi og Baktusi finnst gott eða ekki. Auk þess að lesa bókina frægu þá hafa börnin sjálf verið að semja leikrit um Karíus og Baktus sem var síðan sýnt í salnum í dag föstudag. Aðalleikarninr eru tveir starfsmenn en börnin hafa verið virkir þátttakendur í leikgerðinni og hafa skemmt sér konunglega yfir þessu.