news

Röskun á skólastarfi

10 Des 2019

Vegna appelsínugulrar viðvörunar þurfa foreldrar/forráðamenn að sækja börn sín í skóla eða frístundastarfsemi kl. 14 í dag, þriðjudaginn 10. desember. Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir kl. 13. Lagt er til að æfingar og önnur frístundastarfsemi sem á að hefjast eftir kl. 14 verði felld niður. Frístundabíll mun ekki ganga í dag. Spáð er miklu hvassviðri frá kl. 15 og fram á nótt og mælst til þess að allir, ungir sem aldnir, séu komnir til síns heima fyrir kl. 15.