news

Nýtt skólaár

07 Ágú 2020

Nú hefur leikskólinn opnað aftur eftir sumarfrí og kát og endurnærð börn eru að týnast aftur til okkar. Aðlögun nýrra barna hefst á mánudaginn og við bjóðum nýja nemendur og fjölskyldur þeirra hjartanlega velkomin í hópinn.

Við minnum á að tveggja metra reglan er í gildi hér í leikskólanum eins og annars staðar og foreldrar eru beðnir um að spritta sig þegar þeir koma inn í leikskólann. Spritt er staðsett í anddyri.