Heimsókn Slökkviliðsins

26 Sep 2017

Forvarnarsvið slökkviliðsins heimsótti elstu börn Tjarnaráss í gær til að fræða þau um um eldvarnir. Börnin voru mjög áhugasöm um eldvarnir heimilanna og allir fengu að skoða fullbúinn sjúkrabíl og skoða allan búnaðinn.. Við hvetjum foreldra til að nýta tækifærið og ræða flóttaleiðir við börnin, halda brunaæfingar heima og kanna hvort bæta þurfi við eldvarnir heimilisins eða laga þær sem fyrir eru, s.s. reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnarteppi. Í vetur munu elstu börnin taka það að sér að vera sérlegir aðstoðarmenn slökkviliðsins og fylgjast með brunavörnum leikskólans. Við þökkum fyrir heimsóknina!!!!!