Velkomin í Glaðheima

Í Glaðheimum eru 22 börn fædd 2014-2016.

Deildarstjóri: Unnur Bryndís Daníelsdóttir
Kennarar: Klara, Magga, Sævar og Sandra.

Á þriðjudögum og miðvikuögum er hópastarf í Glaðheimum.

Á fimmtudögum hafa Glaðheimar salinn til umráða. Við nýtum hann í alls kyns hreyfileiki, þrautabrautir, o.fl. Sandra er íþróttakennari og sér hún um þessar hreyfistundir. Þessa daga er gott fyrir börnin að vera í léttum klæðnaði.

Á mánudögum munum við fara í vettvangsferðir sem hæfa aldri og þroska barnanna.

Á föstudögum er sameiginleg söngstund í salnum og skiptast deildirnar á að hafa umsjón með henni. Þar er sungið og trallað og stundum koma deildirnar með sérstök skemmtiatriði. Í söngstund er sungið fyrir afmælisbörn vikunnar og lesin póstkort sem borist hafa leikskólanum.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Skólahópur (2014): Hópstjóri Unnur Bryndís.

Rauði hópur (2015): Hópstjórar Magga og Sævar.

Guli hópur (2016) : Hópstjóri Klara.


Hér fyrir neðan eru fréttir af starfinu á deildinni