SMT-skólafærni

Leikskólinn hefur starfað eftir SMT skólafærni í nokkur ár og er nú sjálfstæður SMT leikskóli en það geta þeir leikskólar orðið sem hafa náð ákveðnu viðmiði. Markmið SMT-skólafærni er að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni, gefa jákvæðri hegðun gaum með markvissum hætti og samræma viðbrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun.

Við vinnum með ákveðna grunnþætti til að stuðla að jákvæðri hegðun barnsins og draga úr hegðunarvanda. Í raun er um að ræða ákveðin verkfæri sem eru:

  • Fyrirmæli og jákvæð samskipti við barnið.
  • Notkun hvatningar við kennslu nýrrar hegðunar.
  • Að setja mörk til að draga úr og stöðva óæskilega hegðun.
  • Lausn vanda.

Við höfum ákveðnar reglur á svæðum leikskólans sem við förum eftir.

Nánari upplýsingar um SMT skólafærni má finna hér